|
|
Hallberg Hallmundsson
|
|
|
|
|

Dýraljóð
Stælt dýrið
óseðjandi
hver taug
hvert bein
sérhver tönn
þekkir vel
lendar mínar
kvið og brjóst
undir því
dýrslegri hugsun
ofurseld
klyfjuð vonum | Beastly Poem
The spirited beast
insatiable
each nerve
each bone
every tooth
knows well
my loins
belly and breasts
under it
abandoned to
beastly thoughts
loaded with hopes
|
Í garðinum
Hvert leiðið öðru líkt
uns komið er að steini
konunnar sem hvílir
í eigin ljóði
Þar staldra margir við
| In the Yard
Each grave like the next
till you reach the stone
of the woman who rests
in her own poem
There many pause |
Vatnið
Brenndu mig kossum
vefðu mig orðum
ég verð vatnið
milli klettafingra
|
The Lake
Burn me with kisses
wrap me in words
I become the lake
between the cliff’s fingers |
Hádegisljóð
Við fylgjumst að
eftir bökkum árinnar
armur þinn
silkiklútur um herðar
í hádegissól
sameinast augun vatninu
sem speglar frelsið | Noonday Song
We go together
along the riverbank
your arm
a silk scarf ’round my shoulders
in noonday sun
our eyes unite with the water
that reflects freedom |
Myndaskoðun
Þarna erum við
ásamt almættinu
hjá aftökustaðnum
áður en þú rakaðir þig
hérna hefur þér vaxið
síða skeggið
sem þú varst hengdur í
og á þessari litlu mynd
sést í mig án þín
| Looking at Pictures
There we are
along with the almighty
at the site of execution
before you shaved
here you’ve grown
the long beard
in which you were hanged
and in this little picture
I can be seen without you
|
|
|
|
|
|