Heim arrow Skáldiđ arrow Gagnrýni arrow Vorflauta
Skáldiđ
Ljóđabćkur
Smásögur
Önnur verk
Umsagnir
Ţýdd ljóđ
Greinar eftir Á
Viđmćlendur
Gagnrýni
Vorflauta
Viđtöl viđ Á
Vorflauta   Prenta 

“MEĐ STĆRSTA DRAUMINN INNANBORĐS”

Vorflauta er fimmta ljóđabók Ágústínu Jónsdóttur en áđur hafa komiđ út bćkurnar Ađ baki mánans (1994), Snjóbirta (1995), Sónata (1995) og Lífakur (1997).
Soffía Auđur Birgisdóttir bókmenntafrćđingur hefur sagt í ritdómi um fyrstu ţrjár bćkur Ágústínu ađ saman myndi ţćr eina heild ţar sem sömu stef og yrkisefni komi fyrir aftur og aftur ţó í ólíkum myndum sé. Ţannig hafi Ágústína náđ ađ skapa sinn einkaheim “sem er hennar og getur ekki veriđ frá öđrum kominn.” (TMM 3:1996)
Ég er sammála orđum Soffíu Auđar og nú hafa tvćr bćkur bćst viđ í órfjúfanlega heild. Ţó yrkisefnin séu keimlík frá einni bók til annarrar er ţó ekki um endurtekningar ađ rćđa, ţróun skáldskaparins er augljós. Ástin, gleđi hennar og skuggahliđar, söknuđur, tregi og vá eru aflvaki margra ljóđanna. Til ađ koma tilfinningu ljóđanna á framfćri notar höfundur oft fallegt myndmál sem tengist náttúrunni og ţar spila himinn og haf stórt hlutverk.
Ef bornar eru saman fyrsta og síđasta bók Ágústínu má glöggt sjá ađ ýmislegt hefur breyst. Yrkisefnin eru enn ţau sömu en treginn sem er allsráđandi í Ađ baki mánans hefur ađ miklu leyti vikiđ fyrir syngjandi kćti og léttleika Vorflautunnar. Nöfn bókanna eru einnig táknrćn fyrir ţćr breytingar sem orđiđ hafa á skáldskapnum. Sársaukinn sem bjó ađ baki mánans er kominn fram í dagsljósiđ og ljóđmćlandi reynir ađ syngja hann burtu međ ađstođ flautunnar, vorsins og fegurđarinnar, sbr. ljóđiđ “Snerting”: Augu mín/fingur/ađ ţreifa/á fegurđinni/rađa henni/í blómvönd (bls. 46).
Talandi um tónlist: Ágústína yrkir oft ţannig ađ lesandanum finnst hann heyra tónlist um leiđ og dregnar eru upp litríkar myndir, stundum á “hrungjörn haustlauf” en í Vorflautu tćlir ljóđmćlandi lesanda oftar međ sér inn í nautn og hamingju: Ţann dag/ríkir kćti/í augum hafsins/veruleikinn andćfir/en viđ siglum/bráđan byr á snekkju/međ stćrsta drauminn/innanborđs (“Óskabyr” bls. 38).
Í Sónötu er mestmegnis ađ finna prósaljóđ en ţau töfrar Ágústína fram á jafn átakalausan hátt og önnur ljóđ sín. Í Vorflautu yrkir hún nokkur slík sem flest einkennast af ísmeygilegum húmor en, ef dýpra er kafađ, má greina ţar örlítinn sársaukakeim eins og sjá má í eftirfarandi broti úr ljóđinu “Flóđiđ”: “Í morgunsáriđ ţvo konurnar drauma sína í söltum sjó, hengja ţá upp til sýnis ţar sem rauđur skuggi fellur á ţá björtustu. Síđan skola ţćr körlunum burt en ţeir koma allir aftur eins og flóđiđ.” (67)
Ekki verđur skiliđ viđ ţessa stuttu umfjöllun án ţess ađ minnast á útlit bókanna en ţađ hannar Ágústína sjálf af einskćrri smekkvísi og sterku fegurđarskyni. Og ekki ţarf glöggan mann til ađ sjá ađ útlit bókanna helst í hendur viđ innihald ţeirra, ţ.e. hiđ gráa hefur vikiđ fyrir ţví bjarta.
Ađ mínu mati hefur Ágústína Jónsdóttir sýnt og sannađ ađ hún er í röđ okkar bestu ljóđskálda og ég leyfi mér ađ ganga svo langt ađ líkja henni viđ annan snilling: Stefán Hörđ Grímsson.

Ágústína Jónsdóttir
Vorflauta
Mál og menning 2000

Bókmenntir
Sigríđur Albertsdóttir

Skáldiđ Listmálarinn Ljósmyndarinn Persónan
Netvistun - Heimasíđugerđ, hugbúnađarlausnir og hönnun